Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 205 svör fundust

Hvað er gervigreind?

Orðið gervigreind hefur verið notað á ýmsa vegu í tímans rás, en í daglegu tali nú á dögum er yfirleitt átt við það að tölva geti skynjað og skilið umhverfi sitt og síðan tekið eigin ákvarðanir á svipaðan hátt og manneskjur. Upphaf gervigreindar sem rannsóknarverkefnis má rekja til ráðstefnu sem haldin var í Banda...

Nánar

Hvernig er hugtakið stjórnsýsla skilgreint?

Ekki er til ein samræmd skilgreining á stjórnsýsluhugtakinu. Með stjórnsýslu er oftast átt við opinbera stjórnsýslu (e. public administration), sem í sinni víðustu merkingu felur einfaldlega í sér alla þá starfsemi sem lýtur að því að framfylgja stefnu stjórnvalda hverju sinni. Samkvæmt þessari skilgreiningu nær o...

Nánar

Af hverju fá konur lægri laun en karlar?

Einföld túlkun á forsendu spurningarinnar er að laun allra kvenna séu lægri en laun allra karla. Þannig er það ekki. Auðvelt er að finna dæmi um konur sem eru með hærri laun en þorri karla, óháð því hver starfsvettvangur viðkomandi er. Tekjuhæsta kona á tekjulista Stundarinnar árið 2022 er með 845 milljónir í árs...

Nánar

Hvar er hægt að skoða bandarísku þjóðskrána?

Upphafleg spurning var á þessa leið:Getið þið sagt mér url-ið á vefsíðu "bandarísku þjóðskrárinnar"? Í Bandaríkjunum er ekkert til í líkingu við hina íslensku þjóðskrá. Bandarísk stjórnvöld reka ekki gagnagrunn sem inniheldur upplýsingar um fæðingardaga og búsetu fólks eða yfirleitt nokkra skrá yfir bandarísku þj...

Nánar

Hvað éta nautgripir mikið á dag?

Það eru margir þættir sem hafa áhrif á það hversu mikið nautgripir éta. Hægt er að skipta áhrifaþáttum í þrennt, það sem snýr að gripnum sjálfum, fóðrinu og bóndanum. Gripurinn Stærð og holdafar nautgripa hefur áhrif á hversu mikið þeir éta. Ef miðað er við gripi af sömu stærð éta feitir gripir minna en...

Nánar

Er til algilt líkan til að spá fyrir um verðbólgu?

Það er ekki neitt til sem kalla má algilt líkan til að spá verðbólgu ef með því er átt við að líkanið spái fullkomlega rétt fyrir um verðþróun. Raunar er það eðli allra líkana, jafnt í hagfræði sem öðrum vísindagreinum, að þau eru einföldun á raunveruleikanum og geta því ekki lýst honum fullkomlega. Að öðru jö...

Nánar

Hvers konar lýðræði er í Evrópusambandinu?

Flestir Vesturlandabúar líta líklega á lýðræði sem rótgróið, sjálfsagt fyrirbæri en því fer fjarri að svo sé ef grannt er skoðað. Með góðum rökum má halda því fram að einu Evrópuríkin sem búið hafa við stöðugt og ótruflað lýðræði síðustu 50 árin séu Bretland, Benelux-löndin og Norðurlönd, að Finnlandi undanskildu....

Nánar

Hvað eru innherjaviðskipti?

Hugtakið innherjaviðskipti er notað um viðskipti með verðbréf, einkum hlutabréf, sem skráð eru í kauphöll þegar annaðhvort kaupandi eða seljandi, eða þeir báðir, hafa aðgang að upplýsingum sem ekki hafa verið gerðar opinberar en væru líklegar til að hafa áhrif á markaðsverð ef svo væri. Innherjum er skipt í tvo...

Nánar

Hvernig útskýra hagfræðingar hugtakið úthrif eða externalities?

Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl öll. Hafið þið aðgengilega útskýringu á íslensku á hugtakinu externalities í hagfræði, sem ég sé að kallast úthrif sums staðar? Kær kveðja. Stefán Jón Hafstein Hagfræðingar tala um ytri áhrif eða úthrif (e. externalities) þegar hegðun eða ákvarðanir eins hafa áhrif á aðra án...

Nánar

Fleiri niðurstöður